Löng helgi - Queen birthdays

Frá því á miðvikudag hefur ýmislegt verið í gangi hérna í Sydney - bæði gott og betra :)

Til að byrja með tók Curly upp á því að pissa á gólfið við hliðina á kassanum sínum. Dofri tók þetta ekkert illa upp, jú, þetta var góð og mikil spræna á mánudaginn ... og aftur á þriðjudaginn ... og á miðvikudaginn aftur. Nei, eitthvað var í gangi. Ekkert í rútínu heimilisins hafði breyst, matartími, magn mats, klapp ... allt var eins, nema bara þetta pisserí. Ég horfði á þetta þannig að hann væri að drekka vel og það var ekki of mikil lykt af þessu sem ég held að sé gott, svo hann hefur einhverjar ástæður fyrir þessu. Ég vildi ekki vera að blogga um þetta, því ég vildi ekki láta Önnu halda að það væri eitthvað að. En vitir menn, Dofra datt í hug að kannski væri þessi HI-TECH kattarsandur bara ekki nógu góður fyrir Curly lengur .... svo Dofri skipti um hann. Um leið og búið var að því, og Dofri varla farinn út af salerninu prufaði Curly sandinn og var MJÖG sáttur við hann! Og síðan þá hefur hann notað hann. Þótt sandurinn eigi að duga í mánuð - og það sé hrært til í honum daglega, þá er rakinn hérna líklega það mikill að sandurinn virkar blautur fyrir Curly og þá vill hann bara gera nr. 2 í kassann og ekki bleyta loppurnar fyrir smá pisserí.

Curly er farinn að sækja verulega á Dofra þessa daganna. Hann er farinn að sækja að vera í fanginu á honum lengur og lengur ... og sitja upp á borðinu hjá honum langtímunum saman á daginn. Það sem er það nýjasta hjá Curly er að láta Dofra lyfta upp sænginni og þá bakkar hann inn og hefur haustin út úr sænginni. Þannig var hann á fim., föst. og laugardagsmorgun eftir að Dofri lét slökkva á hitaofninum sem Curly kúrir fyrir framan fyrri hluta nætur.

Hinsvegar byrjaði að rigna aðeins á miðvikudagsnóttina, fimmtudaginn komu skúrir og á föstudaginn og í dag er versta veður í meira en 30 ár. Það hefur verið meira og minna grenjandi rigning og sterkur vindur og trén hérna sveiflast til og stórar greinar verið að brotna af trjánum hér í götunni. Dofri hefur verið svo indæll að kveikja af og til yfir daginn á ofninum svo Curly getur hitað sig. Curly hefur vel kunnað að meta það - enda hafa eyrun á honum verið orðin köld og hann sýnt það að honum er kalt með því að vera stirður og ekki með einn eða neinn leik - bara hálf "frosinn" og orkulítill. Dofri vill samt ekki eyða rafmagni og jarðgasinu of mikið svo hann vill reyna að spara það og er duglegur að setja yfir Curly handklæði þar sem hann er, m.a. uppá borðinu.

Á fimmtudagsmorguninn datt netið út þegar það var uppfært og komst það ekki í lag fyrr en Simmi vinur Önnu kom í heimsókn og fixaði það eftir eftir vinnu á föstudaginn. Það er ekki hægt að segja annað en að Dofri hafi verið lítið við tölvuna á þessum tíma og gefið Curly extra mikinn tíma í kelerí :)

Nú Chrissann kom með bílinn hennar Önnu eldsnemma á föstudagsmorgun og Curly fór ekki undan sænginni þótt Dofri hefði farið að taka á móti bílnum niðrí bílageymslu. Þegar Dofri kom aftur og hélt áfram að kúra, kom Curly bara ofar í rúmmið svo hann gæti horft á Dofra undan sænginni. Það lá við að svipurinn á Curly hafi verið hálf forvitinn: hvað var Dofri að gera út svona snemma og hvað í ósköpunum heldur hann að hann sé að gera að koma undir sængina mína! :))

Hérna meðfylgandi eru þrjár myndir, ein af honum rétt í þessu uppá prentaranum, svo hoppaði Curly í fangið á Dofra og Dofri er að finna á Curly hversu eyrun hans eru köld og þriðja myndi er af Curly horfa á Dofra :)

Þessi helgi er löng í Ástralíu, það er queens birthday og þá er mánudagurinn frídagur. Curly og Dofri eru eiginlega ekkert að fatta það ... enda lítill dagamunur hérna á  heimilinu :) Núna er 14 stiga hiti úti og rigning og við Curly höldum áfram að kúra í kvöld :)

Góða helgi Anna fyrir vestan :)

Eftirlitsstellingeyrnakuldiaugnkontakt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Curly Önnuköttur

Höfundur

Curly Önnuköttur
Curly Önnuköttur
Curlyljón er Rex köttur og býr með eiganda sínum prófessor Önnu Heide Gunnþórsdóttur í hinn fögru borg Sydney í Ástralíu.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Rispan
  • Þarna er best að vera
  • augnkontakt
  • eyrnakuldi
  • Eftirlitsstelling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband