Mið vikan - traustið eykst.

 Undanfarna daga hefur Curly verið að færa sig nær Dofra og byjaði hann það með því að planta sér í upp á dýnuna til Dofra um leið og hann sá að Dofri var vaknaður. Þetta hefur Cyrli núna gert í 3 daga í röð - sem hefur gefið Dofra extra ástæðu til að vera amk. 30 mín lengur í rúminu!

En á hádegi í dag var heitt úti og sæmilegur raki - útihitinn 23,5 gráður og rakinn 60 prósent. Það rigndi nokkuð í nótt og það var eitthvað svo heitt og gott yfir öllu, að Curly ákvað að komast í hásætið sitt úti. Á meðfylgjandi myndum er hægt að sjá og lesa út úr nafni myndanna þegar Dofri kom hægt að honum og tók myndir. Þegar þetta er skrifað er hitinn úti 12 gráður og tæplega 80% raki, svo það er kalt hérna inn. En hinsvegar er Curly núna fyrir framan ofninn sinn og mala ef ég bara horfi á hann.

Jú annað sem vert er að minnast á, hann er farinn að hoppa í fangið á mér á meðan ég er að vinna við tölvuna. Þá situr hann rólegur í góðan tíma þangað til hann stekkur í burtu. En svo fimm mínútum síðar getur hann verið kominn aftur. Meðan hann situr í kjöltu mér malar hann eins og köttur :D

Annars höfum við það bara gott, nærumst og förum á dolluna og njótum samverunnar hvor af örðum :)

Hita- og raka um hádegiLjónið í hásæti sínuPósaÆtlarðu að skyggja á sólina?Neinei, þú ert að fara, ekki satt?Neinei, þú ert að fara, ekki satt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hae dofri, voda gaman ad sja thessar myndir af curly. eg vissi ekki ad hann aetti gaman af ad sitja tharna. mer synist ad thid seud eiginlega alveg "bonded" nuna.. thegar hann kemur uppi i rumid hja manni tha er thetta komid. einu sinni fekk eg animal psychologist ad vera hja honum (thetta var i bandarikjunum) og thegar hun kom akvad curly ad sofa i haegindastol sinum og hann var thar i naestum thvi manud og vildi ekki sja hana.. tho ad thetta var mjog vingjarnleg stelpa.. 

curly finnst lika gaman ad kura undir saeng hja folki, ef thu hleypir honum undir saengina.

hefur chrysanthi komid med bilnum? (eg er ekki enn buin ad tala vid hana um ad gefa curly, held eg - aetla ad gera thad thegar gott taekifaeri byst; ef hun er of upptekin aetla eg ad bidja rachida og tom eda gloriu um ad gefa curly).

 xx, anna

anna (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Curly Önnuköttur

Höfundur

Curly Önnuköttur
Curly Önnuköttur
Curlyljón er Rex köttur og býr með eiganda sínum prófessor Önnu Heide Gunnþórsdóttur í hinn fögru borg Sydney í Ástralíu.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Rispan
  • Þarna er best að vera
  • augnkontakt
  • eyrnakuldi
  • Eftirlitsstelling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband