Mótmæli - íhaldskötturinn Curlyljón lætur vita af sér!

Eftir samtal við Önnu í gær ákvað Dofri að breyta út af vananum og sjá hvernig Curly þætti að fá 3-4 máltíðir á dag í stað tveggja. Er hugmyndin að koma á móts við hið gríðarlegu sultarsvip Curlys þegar hann sér Dofra borða á 2-3 klst. fresti og einnig jafna út máltíðirnar hans. Hann hefur nokkrum sinnum kastað upp heilu máltíðunum rétt eftir að hann borðaði - svo ákafur hefur hann verið í að sleikja upp allt úr matskálinni sinni.

Í morgun gaf Dofri Curly ca. 66% af hinum reglulega morgunskammti í morgunmat. Stuttu síðar þegar Curly var búinn með sinn mat og Dofri var að klára sinn, heyrði Dofri Curly fara inn á klósett. Dofri rölti á eftir og leit inn - og sá hvar Curly var hálfur inn í kassann með bossann úti og þar var hann að míga á klútinn sem var fyrir utan kassan (virkar eins og motta þegar hann fer inn/úr kassanum). Já, klúturinn varð rennandi blautur ... og Dofri kallaði á Curly: "Hvað ertu eiginlega að gera kattfjandi" Crying Curly kippti sér ekkert upp við þetta, kláraði að pissa og fór svo frá kassanum. Nú Dofri tók upp klútinn, rétti hann í átt að Curly og spurði hvað hann væri að spá???  Curly var poll rólegur - lét dofra koma með klútinn alveg að sér án þess að blikka augunum, þetta var "statment" og Dofri á bara að skilja hvað er í gangi punktur!

Nú Dofri leit inn í kassann og sá að sandurinn var jú viku gamall - hann ætti að duga í amk. eina viku í viðbót. OK, kannski kannski kannski ... Dofri skiptir bara um sandinn - ekkert mál sko, málið afgreitt.

Nú Dofri fékk sé millimál rétt fyrir hádegismatinn og hvað haldið þið - Curly fékk sinn 33% sem hann átti eftir af morgunmatnum. Rétt um hálftíma síðar heyrir Dofri Curly vera að klóra í parketið á ganginum fyrir utan klósettið. Dofri lítur við og sér ... að Curly pissaði á handklæðið (mottuna) sem var fyrir framan (opna) hurðina! Dofri verður agndofinn og spyr Curly aftur - hvað er að???? Og Curly stekkur ekki bros á vör - hvað þá hræðslu og töltir bara rólega í burtu! Og þegar Dofri sveiflar handklæðinu með pissinu í, - þá "sér" Curly það ekki!

Dofri hugsar málið - Curly átti að hafa séð kassann og nýja sandinn ... og þó, jú, kannski, hugsanlega ... heyrði hann mig ekki skipta um sandinn? hemm ... jæja, lærdómurinn heldur áfram.

Rétt fyrir þrjú ætlar Dofri út. Áður en hann stóð upp heyrði hann krafs í parketið fram á gangi AFTUR ... og enn aftur pissaði Curly á nýja handklæðið í ganginum sem kom í staðinn fyrir hitt.

Dofri sagði ekki neitt - jú, hann gekk að Curly stuttu síðast og helt á honum og setti hann inn í kassann svo hann sæi sjálfur að það væri 100% nýr sandur í kassanum. Og Dofra leyst ekki of vel á  að láta Curly pissa á parketið og þorna það. Dofri var ekki bara hræddur um lyktina heldur að parketið myndi verpast við að pissið myndi liggja á því.

Núna klukkan hálf 6 ætlar Dofri að gefa Curly 2/3 af kvöldmatnum sínum ... og svo restina þegar Dofri fær sér sinn kvöldmat.  Nú er spurningin hvað Curly gerir í framhaldinu af þessu - en ljóst er, að Curly hefur lúmsk gaman að þessu og er hann greinilega rólegri þegar Dofri er að fá sér kex og "millimál" en áður.

Yfir og út - Við látum vita af framhaldssögunni á morgun ef þið getið beðið eftir að fá hana - sagan er skrifuð hérna í Sydney og punkturinn yfir i-ið verður væntanlega einnig skrifað hérna Grin

Kveðja

Dofri og Curly


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Curly Önnuköttur

Dofri er ekki alveg að leggja í að nota nýju klattarnegluklippurnar á Curly - hann er kominn með langar neglur, hann er ekki duglegur að "brýna" þær úti og þegar hann er að mala og kúra lætur hann þær alveg ganga inn í gegnum buxurnar á Dofra ... kannski þar Dofri að fara að herða sig upp og hefja niðurskurð!

Og eitt í lokinn - þegar Curly er að leita af mat notar hann ekki augun heldur nefið ... það er svoldið sérstakt að sjá hann þefa út í loftið og horfa á matinn eins og það sé ekki samhengi þar á milli.

Curly Önnuköttur, 21.6.2007 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Curly Önnuköttur

Höfundur

Curly Önnuköttur
Curly Önnuköttur
Curlyljón er Rex köttur og býr með eiganda sínum prófessor Önnu Heide Gunnþórsdóttur í hinn fögru borg Sydney í Ástralíu.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Rispan
  • Þarna er best að vera
  • augnkontakt
  • eyrnakuldi
  • Eftirlitsstelling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband