BANK - BANK - BANK!!!

BANK ... BANK, það er kominn gestur ... eða hvað?

Í morgun brá okkur Curly svolítið í brún, þegar hann var að borða morgunverðinn sinn og ég var inn í eldhúsi að hella kornfleksi á diskinn minn: BANK ... BANK ... BANK heyrði ég og leit á Curly þar sem hann var að borða en hljóðið kom frá honum eða hringum hann. Og síminn var langt fjarri honum, hann var ekki nálægt útidyrahurðinni og við erum jú upp á þriðju hæð! Og hver er að banka og HVAR?

Þegar ég gekk að Curly sá ég tvö augu og stara inn um gluggann og horfðu þau beint á mig -  þetta var stór svartur köttur sem stóð ofan á svalaskyggninu á íbúðinni fyrir neðan okkur! Hann hafði séð og heyrt í Curly og var að reyna að hoppa upp á örmjóa gluggasyllu til að sjá betur - en sökum stærðar lenti hann á rúðunni og datt svo aftur niður! Það skýrði BANKIÐ.

Ég hálf fraus - hvernig í ósköpunum komst greijið þangað upp og var hann kannski fastur þarna uppi? Ég opnaði gluggann og byrjaði að tala við hann - án þess að Curly veitti þessu nokkra eftirtekt. Bíddu nú við - hann nennti ekkert að hlusta á mig - hann reyndi að hoppa upp í gluggann og komast inn en án árangurs því ég breiddi úr mér.  En ég sá að hann var vel hirtur og með ól um hálsinn svo þetta var ekki flækingur.

Ég lokaði aftur glugganum og horfði smá á hann og velti því fyrir mér hvort ég ætti að taka hann inn og sleppa honum út fyrir framan ... eða aftan húsið. Og hvað svo ... eða var hann nokkuð fastur þarna uppi? Ég beið í góða stund, dundaði mér aðeins og sá að hann var þarna ennþá og sat kurr.

Þá hringdi ég í húsfélagið hérna og spurði hvort þau könnuðust við lýsinguna af þessum ketti og hátterni hans. Þau kváðu svo ekki vera - en veltu því líklega HVAÐ ég væri að reykja (ef ég reykti þá yfir höfuð!)

Ég ákvað að ég myndir hringja eftir nokkra klst ef hann væri ekki farinn og vitir menn - ég sá hann vera kominn amk. eina hæð niður tæplega klst síðar og þá var hann ekki mitt BANK vandamál lengur LoL

Annars farnast okkur vel í rigningunni og rakanum og bleytunni ... Curly fær góðan skammt af hita og birtu við lampann sinn InLove

Kveðja

Dofri og Curly


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

wow.. eg held ad eg thekki thennan kott - hann er mjog vinalegur.. og hann byr i fauveax byggingunni. hann hefur aldrei komid thangad upp adur tho! thad vaeri gaman ef curly gaeti eignast vin.. hann atti vin hja raektandanum - harlaus sphinx kottur sem var of ljotur til ad vera seldur a almennum markadi og atti ad selja hann til annars raektanda thar sem hann myndi aldrei sjast. theim sotti svo vaent um hvorn annan! en svo haetti eg vid ad kaupa ljota sphinxid handa curly thar sem eg var i millitidinni buin ad atta mig a ad thessi raektun var morandi i sjukdomum.. eg se enn eftir thessu i dag og er ad hugsa um aumingja ljota sphinxid og hvad vard ur honum thvi raektendur eru ekki endilega thad godir vid sina ketti.  

anna (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Curly Önnuköttur

Höfundur

Curly Önnuköttur
Curly Önnuköttur
Curlyljón er Rex köttur og býr með eiganda sínum prófessor Önnu Heide Gunnþórsdóttur í hinn fögru borg Sydney í Ástralíu.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Rispan
  • Þarna er best að vera
  • augnkontakt
  • eyrnakuldi
  • Eftirlitsstelling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband