Þjóðhátíðarhelgi liðin

Nú er kominn mánudagur og góð vika frá því síðast var skrifað um Curly. Síðan þá hefur svo sem lítið gerst, nema helst það að Dofri hefur setið við skrifborðið og unnið og í kjöltu hans hefur Curly setið og malað. Í síðustu viku voru þó dagar sem var verulega kalt og Dofri slappur svo hann vann uppí rúmi undir teppi - og þá bara skellti Curly sér líka undir teppi.

Curly hefur fundið fyrir kuldanum hérna í þessum Ástralska vetri. Eyrun hans og skottið eru kalt og nýtur hann þess fram í loppuendanna að láta strjúka á sér feldinn. Á nóttinni sefur hann ekki undir sæng eins og Dofri, heldur sefur hann UNDIR sænginni allur og við hlið Dofra. Þarf Dofri að passa sig á að velta sér ekki hratt við á Curly, því hann steinsefur og er ekkert að spá í bröltið á Dofra á nóttinni.

Um helgina fór Dofri svo út úr bænum á Íslendingahátíð í tilefni 17. júní. Á föstudagskvöldinu kom Rachida vinkona Önnu og gaf Curly og kom hún aftur á laugardaginn tvisvar sinnum. Á sunnudagsmorguninn kom svo Dofri til baka og þá var eins og týndi sonurinn væri mættur - Curly hefur ekki sleppt mér síðan - meira segja vill bara setja á lærinu á Dofra ef hann vill ekki vera með fæturna saman fyrir Curly.

Í dag mánudag var Curly að nudda sig utan í eitthvað og rispaði sig aðeins fyrir ofan augnbrúnina en það bæðir ekkert út því og hann þverneitar fyrir að segja hvað eða hvar það gerðist. Kannski er þetta búið að vera í einhverja daga og Curly er bara rauður þarna en hann leyfir Dofra alveg að fikta í þessu svo þetta er ekki sárt (lengur alla veganna).

Meðfylgjandi myndir eru fá Curly á læri í dag og af augnbrúninni hans.

Kveðja frá Sydney

Dofri og Curly

 Þarna er best að veraRispan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

saell dofri minn,

thetta er bara ad verda mikil astarsaga! svo gaman! curly faer thetta stundum yfir auganu - thegar hann klorar ser. fyrst held eg ad hudin hans se mjog thunn, adrir kettir eru med felld of hann ekki, og svo kitlar hann stundum i eyrunum og tha fer hann ad klora ser  - ekkert til ad hafa ahyggjur af.

vona ad 17 juni hafi ekki verid of kaldur og blautur - xx, ykkar anna

anna (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Curly Önnuköttur

Höfundur

Curly Önnuköttur
Curly Önnuköttur
Curlyljón er Rex köttur og býr með eiganda sínum prófessor Önnu Heide Gunnþórsdóttur í hinn fögru borg Sydney í Ástralíu.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Rispan
  • Þarna er best að vera
  • augnkontakt
  • eyrnakuldi
  • Eftirlitsstelling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband