Helgarlok

Þar sem Curly hefur fengið að heyra röddina hjá Önnu 1-2 sinnum á dag sl. daga hefur Dofri ekki verið mikið að spá í að uppfæra bloggið. En eftir að Dofri kom heim úr löngum göngutúr í dag var Curly á uppáhalds staðnum sínum inn í skáp. Curly hraut þegar Dofri kom inn og skipti um föt og var ekkert að nenna að vakna eða hvað þá að kíkja út úr skápnum. Eftir það fór Dofri að vinna í vinnuherberginu í tölvunni sinni og þá fékk Curly köllunina: "ég vill fá strokur og klapp"!!!

 Curly kom gangandi inn mjálmandi svo hátt og skýrt, að Dofri greip myndavélina af borðinu og tók mynd af Curly labba í þessu söng-góða skapi. Eftir að Curly hafði labbað nokkra hringi um Dofra sýndi hann vilja til að koma uppá borð og setti Dofri þá teppi sem Curly liggur stundum á á stólnum við hlið borðsins á borðið fyrir hann. Jú Curly hoppar upp ... en teppi hvað - nei, hann hefur lært það af mömmu sinni að liggja heldur bara á bókastafla þegar mar er í þessu herbergi! Og svona fyrst maður er kominn uppá borð, og þessi dýrindis Dell tölva er hérna, - af hverju ekki bara að nota hana til þess að klóra sér?? Hún er miklu betri en Dofri ... um stundasakir. En Dofri mátti ekki klappa Curly lengi því þá byrjar Curly að sýna tennurnar og hvæsa án þess í raun að vera vondur. Hann er bara ekki að feel aðstæðurnar en samt hleypur hann ekki í burtu. Alla veganna, Curly þótti svo gott að fá Dofra heim að hann plantaði sér á bækurnar á borðinu, snéri sér út í horn, svaraði ekki kalli og setti malar-vélina í gang og hafði það þvílíkt gott um stund.

Eftir þó nokkurn tíma fattaði Dofri hvaða keluskap Curly var kominn í ... þegar Dofri sagði "Curly, are you hungry" ... þá stökk hann á fætur og hljóp inn í eldhús ... og aftur til baka, því auðvita þurfti Dofri að gefa Curly mat - matartíminn var jú kominn, en reglan er líka að labba helst á milli fótanna á Dofra þegar hann er örugglega að fara að gefa Curly mat  Smile

Meðfylgjandi eru 3 myndir sem ég hef þjappað vel saman svo þær taka ekki mikið pláss - eru þær ekki í nothæfum gæðum Anna? Curly er sammála þér Grin

Söngurinn mikliklóruprikið

 Kveðja, Dofri og Curly


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Curly Önnuköttur

hae dofri minn,

eg se alveg myndirnar og gaman ad sja hvad curly hefur thad gott. svo eru thetta lika mjog saetar myndir af honum. finnst ther ekki fyndid hvernig hann skilur ordid "hungry"? eg var ad tala vid chrysanthi um ad curly er i raun "high end" a ketti - eins og folk getur verid meira eda minna throskad of gafad. mer finnst svo gott ad heyra hvad thu laetur thad ekki trufla thig ad curly hvaesir og ad ther thykir ekki minna vaent um hann. hann mun haetta thvi i endanum. eg held ad hann geri thetta a medan hann er ad kynnast okunnugum til ad hafa meiri stjorn a hlututum, thannig ad honum finnst hann oruggari. annad sem curly finnst mjog gott, thu munt finna hvenaer, er ad lata halda a ser og lata bera sig adeins um ibudina. 

 thad se mjog gott fyrir curly ad vera med ther, og kynnast nyrri manneskju sem hann getur tengst vid og elskad. 

Curly Önnuköttur, 4.6.2007 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Curly Önnuköttur

Höfundur

Curly Önnuköttur
Curly Önnuköttur
Curlyljón er Rex köttur og býr með eiganda sínum prófessor Önnu Heide Gunnþórsdóttur í hinn fögru borg Sydney í Ástralíu.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Rispan
  • Þarna er best að vera
  • augnkontakt
  • eyrnakuldi
  • Eftirlitsstelling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband