Leiðarskil

I dag var síðasti dagur Curly og Dofra saman í miðbæ Sydneyar, þar sem Anna er þessa stundina í flugvél frá Asíu á leið heim og Dofri á leið að flytja aðeins út fyrir miðbæinn til systur sinnar.

Þessi dagur hefur farið í þrif og tiltekt og hefur öllu verið stillt upp eins og það var þegar Dofri kom í íbúðina. Hefur Dofri meðal annars ryksugað og verið með heljarinnar tiltektaræði. Öllu jöfnu víkur Curly ekki frá Dofra þegar hann er heima - hann eltir hann herbergi úr herbergi og vill helst sitja á kjöltunni á Dofra eða fyrir framan hann. En í dag er öðruvísi dagur. Curly er í fýlu - hann hefur sökkt sér inn í teppi og vill ekki láta sjást í sig. Meira segja hefur hann ekki hreyft sig þegar Dofri var að ryksuga í hringum teppið!!! og þá er nú  mikið sagt! Sjá myndina þar sem sést aðeins í nebbann á honum. Frown

Í miðri tiltektinni heyrði Dofri mikinn SKELL! Úti er hávaðarok og fyrir utan gluggann hjá Curly veltur um koll stór blómapottur sem er líklega á annan tug kílóa! Dofri sem hélt að það væri árekstur úti fór inn í herbergið til Curlys og sér að hann liggur ennþá undir feld en sér fyrir utan blómapottinn á hliðinni. Þetta er svo ólíkt hinum forvitna Curly að það varð bara að taka mynd af þessu.  Sleeping

Þegar Dofri var búinn að þrífa allt nema í hringum Curly var kominn tími í að kalla í hann í smá miðdegissnarl. Þá heyrði hann orðið "hungry" og rétt gat lyft sér upp og komið fram og fengið sér smá snarl.

Núna er klukkan að verða sjö og hann er orðinn svangur aftur og kominn undan teppinu, en vill lítið með Dofra hafa. Hann er greinilega gríðarlega spældur ... en það ætti að líða hjá innan skamms þegar Anna kemur inn um hurðina eftir nokkra vikna frí.

 Vonandi hefur Curly það gott í framtíðinni og fær að njóta sín að vera prinsinn á heimilinu enn um sinn. Gangi þér vel Anna með Curlyljón og vonandi eigið þið saman bjarta framtíð InLove

Kveðja

Dofri Örn Grin

 Láttu mig í FRIÐI

Blómavasi hvað? Vakna hvað?


BANK - BANK - BANK!!!

BANK ... BANK, það er kominn gestur ... eða hvað?

Í morgun brá okkur Curly svolítið í brún, þegar hann var að borða morgunverðinn sinn og ég var inn í eldhúsi að hella kornfleksi á diskinn minn: BANK ... BANK ... BANK heyrði ég og leit á Curly þar sem hann var að borða en hljóðið kom frá honum eða hringum hann. Og síminn var langt fjarri honum, hann var ekki nálægt útidyrahurðinni og við erum jú upp á þriðju hæð! Og hver er að banka og HVAR?

Þegar ég gekk að Curly sá ég tvö augu og stara inn um gluggann og horfðu þau beint á mig -  þetta var stór svartur köttur sem stóð ofan á svalaskyggninu á íbúðinni fyrir neðan okkur! Hann hafði séð og heyrt í Curly og var að reyna að hoppa upp á örmjóa gluggasyllu til að sjá betur - en sökum stærðar lenti hann á rúðunni og datt svo aftur niður! Það skýrði BANKIÐ.

Ég hálf fraus - hvernig í ósköpunum komst greijið þangað upp og var hann kannski fastur þarna uppi? Ég opnaði gluggann og byrjaði að tala við hann - án þess að Curly veitti þessu nokkra eftirtekt. Bíddu nú við - hann nennti ekkert að hlusta á mig - hann reyndi að hoppa upp í gluggann og komast inn en án árangurs því ég breiddi úr mér.  En ég sá að hann var vel hirtur og með ól um hálsinn svo þetta var ekki flækingur.

Ég lokaði aftur glugganum og horfði smá á hann og velti því fyrir mér hvort ég ætti að taka hann inn og sleppa honum út fyrir framan ... eða aftan húsið. Og hvað svo ... eða var hann nokkuð fastur þarna uppi? Ég beið í góða stund, dundaði mér aðeins og sá að hann var þarna ennþá og sat kurr.

Þá hringdi ég í húsfélagið hérna og spurði hvort þau könnuðust við lýsinguna af þessum ketti og hátterni hans. Þau kváðu svo ekki vera - en veltu því líklega HVAÐ ég væri að reykja (ef ég reykti þá yfir höfuð!)

Ég ákvað að ég myndir hringja eftir nokkra klst ef hann væri ekki farinn og vitir menn - ég sá hann vera kominn amk. eina hæð niður tæplega klst síðar og þá var hann ekki mitt BANK vandamál lengur LoL

Annars farnast okkur vel í rigningunni og rakanum og bleytunni ... Curly fær góðan skammt af hita og birtu við lampann sinn InLove

Kveðja

Dofri og Curly


Lúxuslífstíll - Það er eitthvað fyrir Curlyljón

Það má með sanni segja að lífstíllinn hans Curly sé góður - á kattarmælikvarða.

Dofri komst að því að eftir ca. 1,5 viku þar sem Curly hefur fengið að hafa kassann sinn á parketinu fyrir framan salernið er Curly bara orðinn vel vanur að vera á hlutfallslega heitu teppi og parketi miðað við jökulkaldar flísar inn á klósetti. Og ekki bætir út að salernið er skugga meginn í blokkinni, það er lítill gluggi á því og það er enginn ofn þar inni. Samkvæmt mæli er gólfhitinn þar um og undir 10 gráður og kemst Dofri ekki þar inn nema á inniskóm - og hvernig í ósköpunum ætti Curly að kæla loppurnar sína með að tölta þangað inn nema ... Dofri dragi út hvíta dregillinn! Og já, segi það og skrifa - hvíta dregilinn ... hvítt handklæði sem nær frá hurðinni að kassanum þar sem hann er við hlið klósetinu hans Dofra!

Undanfarið hefur Dofri verið að reyna að hafa hita í íbúðinni með því að kynda með gaskyndingunni, og hafa ekki opið út og hefur það skapað mikinn raka sem aftur lætur það virka kalt að vera í íbúðinni. Við að opna vel út minnkar rakinn inni - en með að nota gas-hitarann hitnar í íbúðinni ... en það er jú ekki notað hann OG opið út - svo Dofri og Curly voru komnir í sérstakan vítahring - hitinn sem gashitarinn bjó til var ekki nógu mikill til að þurrka rakann - því gashitarinn framleiddi alltaf meiri raka. Og niðurstaðan var að kassinn hans Curly var tekinn fram til að leyfa klósettinu að vera köldu og hurðinni þangað inn lokað svo kuldinn þar væri bara þar inni.

Og Dofri skilur Curly svo vel að vilja ekki vera að hoppa inn á WC á köldum loppunum þegar hann fer ekki einu sinni sjálfur á tásunum þangað inn Blush

En með því að fjölda matmálstímum Curlys finnst Dofra hann hafi orðið var við að Curly sé mun rólegri og afslappaðri og hefur Dofri ekki heyrt hann hvæsa sl. dag! Einnig hefur hann ekki klárað allt um leið - ekki skóflað í sig öllu, heldur farið í smá gönguferð og komið aftur síðar. Þetta er kannski að virka vel fyrir Curly, - hver veit, það mun koma í ljós á næstunni!

Kveðja

Dofri og Curly

 


Mótmæli - íhaldskötturinn Curlyljón lætur vita af sér!

Eftir samtal við Önnu í gær ákvað Dofri að breyta út af vananum og sjá hvernig Curly þætti að fá 3-4 máltíðir á dag í stað tveggja. Er hugmyndin að koma á móts við hið gríðarlegu sultarsvip Curlys þegar hann sér Dofra borða á 2-3 klst. fresti og einnig jafna út máltíðirnar hans. Hann hefur nokkrum sinnum kastað upp heilu máltíðunum rétt eftir að hann borðaði - svo ákafur hefur hann verið í að sleikja upp allt úr matskálinni sinni.

Í morgun gaf Dofri Curly ca. 66% af hinum reglulega morgunskammti í morgunmat. Stuttu síðar þegar Curly var búinn með sinn mat og Dofri var að klára sinn, heyrði Dofri Curly fara inn á klósett. Dofri rölti á eftir og leit inn - og sá hvar Curly var hálfur inn í kassann með bossann úti og þar var hann að míga á klútinn sem var fyrir utan kassan (virkar eins og motta þegar hann fer inn/úr kassanum). Já, klúturinn varð rennandi blautur ... og Dofri kallaði á Curly: "Hvað ertu eiginlega að gera kattfjandi" Crying Curly kippti sér ekkert upp við þetta, kláraði að pissa og fór svo frá kassanum. Nú Dofri tók upp klútinn, rétti hann í átt að Curly og spurði hvað hann væri að spá???  Curly var poll rólegur - lét dofra koma með klútinn alveg að sér án þess að blikka augunum, þetta var "statment" og Dofri á bara að skilja hvað er í gangi punktur!

Nú Dofri leit inn í kassann og sá að sandurinn var jú viku gamall - hann ætti að duga í amk. eina viku í viðbót. OK, kannski kannski kannski ... Dofri skiptir bara um sandinn - ekkert mál sko, málið afgreitt.

Nú Dofri fékk sé millimál rétt fyrir hádegismatinn og hvað haldið þið - Curly fékk sinn 33% sem hann átti eftir af morgunmatnum. Rétt um hálftíma síðar heyrir Dofri Curly vera að klóra í parketið á ganginum fyrir utan klósettið. Dofri lítur við og sér ... að Curly pissaði á handklæðið (mottuna) sem var fyrir framan (opna) hurðina! Dofri verður agndofinn og spyr Curly aftur - hvað er að???? Og Curly stekkur ekki bros á vör - hvað þá hræðslu og töltir bara rólega í burtu! Og þegar Dofri sveiflar handklæðinu með pissinu í, - þá "sér" Curly það ekki!

Dofri hugsar málið - Curly átti að hafa séð kassann og nýja sandinn ... og þó, jú, kannski, hugsanlega ... heyrði hann mig ekki skipta um sandinn? hemm ... jæja, lærdómurinn heldur áfram.

Rétt fyrir þrjú ætlar Dofri út. Áður en hann stóð upp heyrði hann krafs í parketið fram á gangi AFTUR ... og enn aftur pissaði Curly á nýja handklæðið í ganginum sem kom í staðinn fyrir hitt.

Dofri sagði ekki neitt - jú, hann gekk að Curly stuttu síðast og helt á honum og setti hann inn í kassann svo hann sæi sjálfur að það væri 100% nýr sandur í kassanum. Og Dofra leyst ekki of vel á  að láta Curly pissa á parketið og þorna það. Dofri var ekki bara hræddur um lyktina heldur að parketið myndi verpast við að pissið myndi liggja á því.

Núna klukkan hálf 6 ætlar Dofri að gefa Curly 2/3 af kvöldmatnum sínum ... og svo restina þegar Dofri fær sér sinn kvöldmat.  Nú er spurningin hvað Curly gerir í framhaldinu af þessu - en ljóst er, að Curly hefur lúmsk gaman að þessu og er hann greinilega rólegri þegar Dofri er að fá sér kex og "millimál" en áður.

Yfir og út - Við látum vita af framhaldssögunni á morgun ef þið getið beðið eftir að fá hana - sagan er skrifuð hérna í Sydney og punkturinn yfir i-ið verður væntanlega einnig skrifað hérna Grin

Kveðja

Dofri og Curly


Þjóðhátíðarhelgi liðin

Nú er kominn mánudagur og góð vika frá því síðast var skrifað um Curly. Síðan þá hefur svo sem lítið gerst, nema helst það að Dofri hefur setið við skrifborðið og unnið og í kjöltu hans hefur Curly setið og malað. Í síðustu viku voru þó dagar sem var verulega kalt og Dofri slappur svo hann vann uppí rúmi undir teppi - og þá bara skellti Curly sér líka undir teppi.

Curly hefur fundið fyrir kuldanum hérna í þessum Ástralska vetri. Eyrun hans og skottið eru kalt og nýtur hann þess fram í loppuendanna að láta strjúka á sér feldinn. Á nóttinni sefur hann ekki undir sæng eins og Dofri, heldur sefur hann UNDIR sænginni allur og við hlið Dofra. Þarf Dofri að passa sig á að velta sér ekki hratt við á Curly, því hann steinsefur og er ekkert að spá í bröltið á Dofra á nóttinni.

Um helgina fór Dofri svo út úr bænum á Íslendingahátíð í tilefni 17. júní. Á föstudagskvöldinu kom Rachida vinkona Önnu og gaf Curly og kom hún aftur á laugardaginn tvisvar sinnum. Á sunnudagsmorguninn kom svo Dofri til baka og þá var eins og týndi sonurinn væri mættur - Curly hefur ekki sleppt mér síðan - meira segja vill bara setja á lærinu á Dofra ef hann vill ekki vera með fæturna saman fyrir Curly.

Í dag mánudag var Curly að nudda sig utan í eitthvað og rispaði sig aðeins fyrir ofan augnbrúnina en það bæðir ekkert út því og hann þverneitar fyrir að segja hvað eða hvar það gerðist. Kannski er þetta búið að vera í einhverja daga og Curly er bara rauður þarna en hann leyfir Dofra alveg að fikta í þessu svo þetta er ekki sárt (lengur alla veganna).

Meðfylgjandi myndir eru fá Curly á læri í dag og af augnbrúninni hans.

Kveðja frá Sydney

Dofri og Curly

 Þarna er best að veraRispan


curly og kassinn

saell dofri,

eg er svo fegin hvad curly er gladur yfir ad hafa thig. eg held i raun ad thu sert miklu betri "kattapabbi" en eg.. t.d. thegar eg haetti ad vera vid kaerastann tha var eg alveg midur min og curly var ad hugga mig med thvi ad sleikja mig eins og hann gat i nokkrar vikur.. svo sem thad eina sem hann getur gert fyrir manneskju sem hann elskar og svo saett af honum ad "vinna" svo mikid ad thessu tha...... en eg brast varla vid thar sem eg var svo dopur....  eg held ad eg syni honum oft ekki naegilega athygli - og hann verdur reidur thegar eg er ad skrifa og hugurinn fer eitthvad langt i burtu..eg er mjog god i thvi ad passa thad alltaf ad hann fai bara thad besta.. bestu laeknana (hann hefdi daid allavega i 2 skipti hefdi eg ekki sett saman teima af dyralaeknum (ekki bara einn) til ad bjarga curly) , besta matinn, og besta possun sem haegt er ad fa, eg kann alveg a thetta - en eg er ekki viss um ad honum finnist eg annars mjog skemmtileg tho ad hann se mjog hrifinn af mer.. 

kassinn.. thad er einmitt thad sem hann gerir thegar sandurinn er ordinn gamall.. mer finnst svo gott ad hann er svo duglegur ad fara vid hlidina a kassanum thar sem svo audvelt er ad thrifa, ekki annars stadar. var eg buin ad segja i brefinu ad sandurinn dugar i manud? thetta er liklega gomul faersla. eg held ad hann dugi bara i u.th.b. 2 vikur hja curly.  thad er alveg harett hja ther, thegar hann fer ad pissa vid hlidina a kassanum tha er kominn timi til ad skipta um. 


Löng helgi - Queen birthdays

Frá því á miðvikudag hefur ýmislegt verið í gangi hérna í Sydney - bæði gott og betra :)

Til að byrja með tók Curly upp á því að pissa á gólfið við hliðina á kassanum sínum. Dofri tók þetta ekkert illa upp, jú, þetta var góð og mikil spræna á mánudaginn ... og aftur á þriðjudaginn ... og á miðvikudaginn aftur. Nei, eitthvað var í gangi. Ekkert í rútínu heimilisins hafði breyst, matartími, magn mats, klapp ... allt var eins, nema bara þetta pisserí. Ég horfði á þetta þannig að hann væri að drekka vel og það var ekki of mikil lykt af þessu sem ég held að sé gott, svo hann hefur einhverjar ástæður fyrir þessu. Ég vildi ekki vera að blogga um þetta, því ég vildi ekki láta Önnu halda að það væri eitthvað að. En vitir menn, Dofra datt í hug að kannski væri þessi HI-TECH kattarsandur bara ekki nógu góður fyrir Curly lengur .... svo Dofri skipti um hann. Um leið og búið var að því, og Dofri varla farinn út af salerninu prufaði Curly sandinn og var MJÖG sáttur við hann! Og síðan þá hefur hann notað hann. Þótt sandurinn eigi að duga í mánuð - og það sé hrært til í honum daglega, þá er rakinn hérna líklega það mikill að sandurinn virkar blautur fyrir Curly og þá vill hann bara gera nr. 2 í kassann og ekki bleyta loppurnar fyrir smá pisserí.

Curly er farinn að sækja verulega á Dofra þessa daganna. Hann er farinn að sækja að vera í fanginu á honum lengur og lengur ... og sitja upp á borðinu hjá honum langtímunum saman á daginn. Það sem er það nýjasta hjá Curly er að láta Dofra lyfta upp sænginni og þá bakkar hann inn og hefur haustin út úr sænginni. Þannig var hann á fim., föst. og laugardagsmorgun eftir að Dofri lét slökkva á hitaofninum sem Curly kúrir fyrir framan fyrri hluta nætur.

Hinsvegar byrjaði að rigna aðeins á miðvikudagsnóttina, fimmtudaginn komu skúrir og á föstudaginn og í dag er versta veður í meira en 30 ár. Það hefur verið meira og minna grenjandi rigning og sterkur vindur og trén hérna sveiflast til og stórar greinar verið að brotna af trjánum hér í götunni. Dofri hefur verið svo indæll að kveikja af og til yfir daginn á ofninum svo Curly getur hitað sig. Curly hefur vel kunnað að meta það - enda hafa eyrun á honum verið orðin köld og hann sýnt það að honum er kalt með því að vera stirður og ekki með einn eða neinn leik - bara hálf "frosinn" og orkulítill. Dofri vill samt ekki eyða rafmagni og jarðgasinu of mikið svo hann vill reyna að spara það og er duglegur að setja yfir Curly handklæði þar sem hann er, m.a. uppá borðinu.

Á fimmtudagsmorguninn datt netið út þegar það var uppfært og komst það ekki í lag fyrr en Simmi vinur Önnu kom í heimsókn og fixaði það eftir eftir vinnu á föstudaginn. Það er ekki hægt að segja annað en að Dofri hafi verið lítið við tölvuna á þessum tíma og gefið Curly extra mikinn tíma í kelerí :)

Nú Chrissann kom með bílinn hennar Önnu eldsnemma á föstudagsmorgun og Curly fór ekki undan sænginni þótt Dofri hefði farið að taka á móti bílnum niðrí bílageymslu. Þegar Dofri kom aftur og hélt áfram að kúra, kom Curly bara ofar í rúmmið svo hann gæti horft á Dofra undan sænginni. Það lá við að svipurinn á Curly hafi verið hálf forvitinn: hvað var Dofri að gera út svona snemma og hvað í ósköpunum heldur hann að hann sé að gera að koma undir sængina mína! :))

Hérna meðfylgandi eru þrjár myndir, ein af honum rétt í þessu uppá prentaranum, svo hoppaði Curly í fangið á Dofra og Dofri er að finna á Curly hversu eyrun hans eru köld og þriðja myndi er af Curly horfa á Dofra :)

Þessi helgi er löng í Ástralíu, það er queens birthday og þá er mánudagurinn frídagur. Curly og Dofri eru eiginlega ekkert að fatta það ... enda lítill dagamunur hérna á  heimilinu :) Núna er 14 stiga hiti úti og rigning og við Curly höldum áfram að kúra í kvöld :)

Góða helgi Anna fyrir vestan :)

Eftirlitsstellingeyrnakuldiaugnkontakt


Mið vikan - traustið eykst.

 Undanfarna daga hefur Curly verið að færa sig nær Dofra og byjaði hann það með því að planta sér í upp á dýnuna til Dofra um leið og hann sá að Dofri var vaknaður. Þetta hefur Cyrli núna gert í 3 daga í röð - sem hefur gefið Dofra extra ástæðu til að vera amk. 30 mín lengur í rúminu!

En á hádegi í dag var heitt úti og sæmilegur raki - útihitinn 23,5 gráður og rakinn 60 prósent. Það rigndi nokkuð í nótt og það var eitthvað svo heitt og gott yfir öllu, að Curly ákvað að komast í hásætið sitt úti. Á meðfylgjandi myndum er hægt að sjá og lesa út úr nafni myndanna þegar Dofri kom hægt að honum og tók myndir. Þegar þetta er skrifað er hitinn úti 12 gráður og tæplega 80% raki, svo það er kalt hérna inn. En hinsvegar er Curly núna fyrir framan ofninn sinn og mala ef ég bara horfi á hann.

Jú annað sem vert er að minnast á, hann er farinn að hoppa í fangið á mér á meðan ég er að vinna við tölvuna. Þá situr hann rólegur í góðan tíma þangað til hann stekkur í burtu. En svo fimm mínútum síðar getur hann verið kominn aftur. Meðan hann situr í kjöltu mér malar hann eins og köttur :D

Annars höfum við það bara gott, nærumst og förum á dolluna og njótum samverunnar hvor af örðum :)

Hita- og raka um hádegiLjónið í hásæti sínuPósaÆtlarðu að skyggja á sólina?Neinei, þú ert að fara, ekki satt?Neinei, þú ert að fara, ekki satt?


Helgarlok

Þar sem Curly hefur fengið að heyra röddina hjá Önnu 1-2 sinnum á dag sl. daga hefur Dofri ekki verið mikið að spá í að uppfæra bloggið. En eftir að Dofri kom heim úr löngum göngutúr í dag var Curly á uppáhalds staðnum sínum inn í skáp. Curly hraut þegar Dofri kom inn og skipti um föt og var ekkert að nenna að vakna eða hvað þá að kíkja út úr skápnum. Eftir það fór Dofri að vinna í vinnuherberginu í tölvunni sinni og þá fékk Curly köllunina: "ég vill fá strokur og klapp"!!!

 Curly kom gangandi inn mjálmandi svo hátt og skýrt, að Dofri greip myndavélina af borðinu og tók mynd af Curly labba í þessu söng-góða skapi. Eftir að Curly hafði labbað nokkra hringi um Dofra sýndi hann vilja til að koma uppá borð og setti Dofri þá teppi sem Curly liggur stundum á á stólnum við hlið borðsins á borðið fyrir hann. Jú Curly hoppar upp ... en teppi hvað - nei, hann hefur lært það af mömmu sinni að liggja heldur bara á bókastafla þegar mar er í þessu herbergi! Og svona fyrst maður er kominn uppá borð, og þessi dýrindis Dell tölva er hérna, - af hverju ekki bara að nota hana til þess að klóra sér?? Hún er miklu betri en Dofri ... um stundasakir. En Dofri mátti ekki klappa Curly lengi því þá byrjar Curly að sýna tennurnar og hvæsa án þess í raun að vera vondur. Hann er bara ekki að feel aðstæðurnar en samt hleypur hann ekki í burtu. Alla veganna, Curly þótti svo gott að fá Dofra heim að hann plantaði sér á bækurnar á borðinu, snéri sér út í horn, svaraði ekki kalli og setti malar-vélina í gang og hafði það þvílíkt gott um stund.

Eftir þó nokkurn tíma fattaði Dofri hvaða keluskap Curly var kominn í ... þegar Dofri sagði "Curly, are you hungry" ... þá stökk hann á fætur og hljóp inn í eldhús ... og aftur til baka, því auðvita þurfti Dofri að gefa Curly mat - matartíminn var jú kominn, en reglan er líka að labba helst á milli fótanna á Dofra þegar hann er örugglega að fara að gefa Curly mat  Smile

Meðfylgjandi eru 3 myndir sem ég hef þjappað vel saman svo þær taka ekki mikið pláss - eru þær ekki í nothæfum gæðum Anna? Curly er sammála þér Grin

Söngurinn mikliklóruprikið

 Kveðja, Dofri og Curly


Föstudagur - sólríkur en kaldur

Í gær og í dag hefur Curly verið aðeins að sleppa hendinni af Dofra, nú má Dofri vera einn ef hann fær að vera í sólbaði. Dofri fór út í búð í gær og fann ekki Curly þegar hann kom heim, var þá ekki Curly búinn að búa sér til hreiður inn í skáp. Nyja hidoutidDofri bjó til svona dæld í fataskúffunni hennar Önnu og setti hvítt handklæði ofan í það. Og svo er bara að setja yfir handklæðið að hluta yfir Curly þegar hann vill vera þar.

Í framhaldi setti Dofri lítil handklæði á parketið inn í stofu og var Curly svo nægður með það að hann pósaði eins og sjá má á myndinni án þess að sýna tennurnar :) Núna er líklega heitara að liggja á gólfinu í sólbaði en áður svo handklæðið fær að halda sér. Annars bara góður dagur, Curly borðar vel og drekkur og notar kassann sinn alveg 2 á dag þessa síðustu daga.

Posa


Næsta síða »

Um bloggið

Curly Önnuköttur

Höfundur

Curly Önnuköttur
Curly Önnuköttur
Curlyljón er Rex köttur og býr með eiganda sínum prófessor Önnu Heide Gunnþórsdóttur í hinn fögru borg Sydney í Ástralíu.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Rispan
  • Þarna er best að vera
  • augnkontakt
  • eyrnakuldi
  • Eftirlitsstelling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband