curly a erfitt med ad vera adskilinn fra mommu sinni

nuna er eg i frankfurt og veit ad curly er i mjog godum hondum. thad er lika gott fyrir curly ad kynnast odru folki, hann er svo oft bara einn med mer. thetta hlytur ad vera leidinlegt til lengdar. curly a eftir ad roast, kura i ruminu hja ther, og svo framvegis. en thetta mun taka nokkra daga. thad ad fara ad kvaesa thegar thu klappar honum er svona stress merki. hann vill vera nalaegur en svo verdur hann ofsa hraeddur. hann naer tha aftur stjorn a hlutunum med thvi ad vera "haettulegur". 

Fyrsti sólahringurinn liðinn :)

Við Curly höfum átt góðan sólahring frá því Anna lagði af stað. Dofri fór í að þrífa íbúðina hægt og rólega og fylgdi Curly eftir herbergi úr herbergi nema þegar Dofri fór að ryksuga, þá var tími til að láta sig hverfa.

Curly var í varðhundastuði í dag, því hann fylgdist svo vel með hvað og hvernig ég var að þrífa og pakka upp og þegar ég var kominn með allt upp úr ferðatöskunni varð hún að ágætis leiktæki :) Einnig var auka loftdýna sem dofri kom með sett upp við vegg og á milli hennar og veggsins var ágætis "indíánatjald" fyrir Curly, en fyrir enda dýnunnar sér Curly beint aftan á Dofra við vinnuskrifborðið þar.

Í gærkvöldi þegar Curly átti að fá að liggja við heitan ofninn meðan Dofri var í tölvunni inn í herbergi vildi Curly ekkert vera við hitann, heldur elti Dofra inn í herbergið. En í nótt naut Curly hitatækisins og baðaði sig vel fyrir framan það :))

Meðfylgjandi eru myndir frá þessum fyrsta degi sem teknar voru að honum borða en báðar máltíðarnar kláraði hann um leið og sleikti borðið líka svo ekkert fór til spillis. Og auðvita skilaði Curly þessu öllu saman í kassann sinn, en hann var tæmdur rétt áðan öllu sem lyktað getur illa :) 

Þótt að Curly sé sáttur við Dofra er hann ekkert að leyfa honum að strjúka sér meira en 3-4 sinnum topps, og fer hann þá að hvæsa. En Dofri sér það ekki og hættir bara rólega :)  Nú er sólinn kominn upp og Curly kominn út í glugga í sólbað :)

Kveðja frá Sydney

Dofri og Curly

 


Síðasti dagur fyrir ferðalagið mikla

Sæl verið þið.

Í dag þriðjudagurinn 29. maí og er það síðasti dagurinn sem kötturinn Curly sem er að Rex tegund er með móður sinni Önnu Heide Gunnþórsdóttur áður en hún fer í frí til Evrópu og Asíu.

Í kvöld mun Curly kynnast Dofra sem á að passa hann hugsa um hann meðan Anna er erlendis.

Þessi síða er til þess að Dofri getur komið skilaboðum um hvernig kötturinn hefur það meðan Anna er erlendis og Anna getur komið með skilaboð hvernig best er að hugsa um Curly.

Kveðja

Dofri og Anna


« Fyrri síða

Um bloggið

Curly Önnuköttur

Höfundur

Curly Önnuköttur
Curly Önnuköttur
Curlyljón er Rex köttur og býr með eiganda sínum prófessor Önnu Heide Gunnþórsdóttur í hinn fögru borg Sydney í Ástralíu.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Rispan
  • Þarna er best að vera
  • augnkontakt
  • eyrnakuldi
  • Eftirlitsstelling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband